Velkominn í Himmaríki

fimmtudagur, október 27, 2005

Flensa

Smá kaldhæðni en pælið í því að það væri tekið á flensu hjá mönnum eins og hjá fuglunum. Þá væri lítið eftir af mannkyninu. Maður bara tekinn af lífi og brenndur.
smá dæmi maður er eitthvað slappur og hringir sig inn veikan, eftir smá stund er bankað. Menn í búningum með súrefni drepa þig og brenna þig svo fyrir utan húsið þitt. svo auðvitað þyrfti að einangra húsið manns og jafnvel loka götunni í smá tíma til að forðast útbreiðslu.
þetta er náttúrulega bara móðursýki í fólki, ég segi bara látum þetta bara koma yfir okkur og sjáum hverjir hrista þetta af sér og hverjir ekki.
Og ef ég á ekki eftir að fá flensu eftir þessi skrif þá veit ég ekki hvað?

3 Comments:

Blogger Siggi said...

Pældu í því ef einhver héti Flensa. Eða Esja? "Fór upp á Esju í gær.."

7:25 e.h.

 
Blogger Hilmar said...

Já eða staulast upp á Esju á Heklu með Flensu og Kötlu

7:32 e.h.

 
Blogger Halldór Jón said...

Held að það myndu allir mæta bara í vinnuna með 40 stiga hita og þykjast vera voða hress, það yrði erfitt en hvað gerir maður ekki fyrir að lifa aðeins lengur

10:24 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home