c.a.45.000 konur og ég (The Story of my life)
Eftir að hafa unnið alla helgina eins og skepna ákvað ég í tilefni gærdagsins að skella mér í kröfugöngu í kjölfar kvennafrídagsins. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að auðvitað var gangan ekkert sérstaklega bara fyrir konur svo ekki halda að mér hafi liðið eitthvað illa, síður en svo. það virðist hafa elt mig alla mína ævi að ég er ávalt umkringdur konun(stelpum) hvað sem ég tek mér fyrir hendur. tökum nokkur dæmi, framhaldskólagangan 4strákar og 14stelpur oftar en ekki var ég einn af strákunum sem mætti með öllum stelpunum. annað dæmi leiðsögumannaskólinn meirihlutinn konur. þriðja dæmið ferðamálafræði kannski 2-4 strákar og svo restin stelpur. Svona getur maður haldið áfram endalaust. Ég á öruglega alltaf eftir að geta fengið starf í framtíðinni á jafnréttisgrundvelli þarf sem að flest sem ég tek mér fyrir hendur virðast konur vera allsráðandi. en hvað þýðir það fyrir mig? Jú ferðaþjónusta sem láglauna atvinnugrein. ég segi afnemum launaleynd og tryggjum jöfn laun.
Annars er allt gott að frétta bara frí næstu helgi og ekkert ákveðið.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home