Velkominn í Himmaríki

fimmtudagur, desember 01, 2005

Fleiri myndir frá sumrinu

Í tilefni að St.Petersburg var í þættinum borgin mín á S1 í gær ætla ég að koma með nokkrar myndir frá heimsókn okkar þangað í sumar sem var ævintýri líkust. Á myndinni hér til hliðar eru Halldór og Valgerður að reyna að koma sér vel fyrir á gistiheimilinu okkar All Seasons ekki four seasons heldur sko allar árstíðirnar. skemmtilegt gistiheimili í úthverfi st.petersborgar þar sem vaknað var með nálardofa vegna harðra dýna og í vímu vegna málningarframkvæmda á ganginum.



Hér má svo sjá veitingastaðinn sem við snæddum morgunmat/hádegismat í þrjá daga, skemmtilegt hvernig þetta minnir á hinn vestrænu veitingastað McDonalds. Reyndar sami staðurinn en þeir hafa snarað nafninu yfir á sitt móðurmál.








Hér að lokum er svo ein mynd af ookur skötuhjúum tekinn á góðri stund í Dýragarðinum í Pétursborg. Þarna erum við að fara í útreiðartúr og ég held á gulum fána sem ég fékk gefins. Eftir ísbjarnareiðtúrinn fengum við okkur ís.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home