Puncture Repair Kit eða Explosion Repair kit
Mikið er hlegið að okkur norðan fólki þegar það púnkterar á bílnum okkar eða reiðhjólum. Mér finnst bara asnalegt að segja að það hafi sprungið á hjólinum mínu eða dekkið á bílnum sprakk hjá mér. Við Norðlendingar erum þá í betur stakk búinn þegar við þurfum að útskýra á ensku hvað hafi komið fyrir. Greyið þið sem segið sprakk, Yes hehe my tire exploded so i need help. eða I had an explosion on my bicycle.
Þar hafið þið það bara smá sunnudags ruglingur.
Eitt en fyrst að við erum byrjuð það er ekki rétt að tala um hurðar og höldur. Það má reyndar segja hurðar en fallegra að segja hurðir. Höldur er hins vegar fáránlegt og þýðir Landeigandi eða eigandi eins og bílaleigan Höldur. semsagt höld eða bara handföng.
jæja servus
2 Comments:
Ég gæti ekki verið meira sammála. Hef orðið fyrir fordómum í umræðu um punkteringar.
Annað er ekki síður mikilvægt, það er bopparaboltinn!
11:51 e.h.
Já Bopparabolta umræðuna ætla ég að spara til jólana eflaust efni í heila bók, svo ekki sé minnst á skyggnishúfu (derhúfa)
11:57 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home