Velkominn í Himmaríki

laugardagur, ágúst 26, 2006

Nú líður að því...

Kæru Félagar nú líður að því að maður fari að maður fari að kveðja það fólk sem maður hefur umgengist undanfarinn ár og snúi sér alfarið að stjörnulífinu (Ekki nema þið séuð sjálf stjörnur, sem eru væntalega flest allir mínir vinir). Nú þegar hefur andlit manns birst í ljósvakamiðlum, Ekki er hægt að fletta blaði án þess að rekast á andlit mitt og nú er rödd mín farinn að hljóma á öldum ljósvakamiðla. Frá og með fimmtudeginum verð ég þekktur sem Hilmar Nörd sem ber númerið 5 á bakinu. Svo ekki láta ykkur bregða þó að ég þykist ekki þekkja ykkur ef þið kallið á mig útá götu eða svara ekki símanum þegar þið hringið í mig. Þetta fylgir bara því að vera stjarna þið vitið álagið og allar freistingarnar.
þið hafið samt fram að fimmtudeginum ég er ekki enþá orðinn stjarna.
Svo er það bara Players á fimmtudaginn klukkan 21 ef þið hafið ekki sýn og viljið sjá 1. þáttinn

Bless bless
Hilmar

3 Comments:

Blogger Erla said...

Ég er stjarna í öðru landi...gildir það ekki? Er ekki jafnvel meira kúl að þekkja þá sem eru stjörnur í fjarlægum löndum??
ÉG mun samt að sjálfsögðu reyna að fylgjast með þér feta frægðarstigann í vetur ;)

9:50 f.h.

 
Blogger Hilmar said...

Að sjálfsögðu held ég áfram að halda sambandi við þig Erla, maður nú í ófá ár lifað á þinni frægð

11:53 e.h.

 
Blogger Erla said...

Segðu ;)

8:36 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home