Velkominn í Himmaríki

laugardagur, desember 17, 2005

Nei við Jólalögum

Jæja þá er nú heldur betur farið að styttast í jólinn og ég held að ég hafi ekki umburðarlyndi lengur fyrir sumum íslenskum jólalögum. Helga Möller, Svala björgvins og land og synir hafa hér með fengið sína fyrstu viðvörun. Ég geri mér grein fyrir því að þau eru ekki að syngja þessi lög beint í útvarpið heldur sjá þáttarstjórnendur um að setja lögin á fónin. En afhverju ekki að ráðast að rótum vandans. Kannski erfitt að finna einhvern sökudólg, útvörp ganga jú flest fyrir rafmagni, kannski væri ráð að taka rafmagnið af borgin fram að jólum bara.
Ég þori að veðja að ef ekki væri fyrir stefgjöld mundu ekki allar hljómsveitir eða listamenn vera búinn að gefa út jólalög. það er örugglega feitur bónus fyrir alla tónlistarmenn um jólinn að fá þessi stefgjöld fyrir desember. það er nefnilega málið hversu lélegt sem lagið er bara ef það heitir jólalag þá er það spilað.
jæja ætla að fara vinna eitthvað
kveðja
Himmi Jólabarn

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home