ég er Mættur
Velkominn í Himmaríki
Jæja þá eru komnar 40vikur hjá henni herdísi og maður er bara orðin frekar spenntur á að verða Pabbi í dag. En nei nei ekkert bólar á erfingjanum ég skil ekkert í þessu. Mér er skapi næst að fara niðrá fæðingadeild á eftir og krefjast útskýringa en dagurinn er ekki alveg liðinn. Þetta er bara ófyrirgefanlegt ég er sko hættur að trúa á læknisvísindin og aldrei að vita nema að við gerum þetta bara sjálf. Hef séð þetta í kvikmyndunum allt sem þarf er soðið vatn hrein handklæði og auðvitað skæri.