Velkominn í Himmaríki

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Kaldhæðni

Fór í bíó í gær á Lord of war ágætis ræma. fyrir sýningu var svona slideshow með auglýsingum í gangi og greinilegt að stundum hugsar fólk ekki hlutina til enda.
Ein glæran var mynd af eggi þar tvær sætar kjúklingalappir höfðu brotið sig niður úr því þannig að eggið stóð. þar sem auglýsa var verið nýju myndina Chicken little eða Litli Kjúlli coming soon...
Næsta glæra BK Kjúklingur Alvöru grillaður kjúklingur
Vanalega spái ég lítið í auglýsingar sem eru látnir rúlla undir bíómyndatónlist (háskólabíó) en þetta fannst mér fyndið.

mánudagur, nóvember 21, 2005

Helgarpakkinn

Já helgin afstaðinn og lífið heldur sinn vanagang. Allt gekk stóráfallalaust fyrir sig, var reyndar að vinna alla helgina svo kannski ekki furða. Kíkti í heimsókn til Gunnu frænku á fös til að hitta bróðir minn sem hafi gert sér ferð til borgarinnar.
Á leiðinni heim úr vinnu á laugardaginn punkteraði (sprakk) á hjólinu hjá mér og ég þurfti að labba heim í slagviðrinu, bömmer maður. kíktum í afmæli til Vidda og svo bara heim að sofa.
Sunnudagurinn rann upp og ekki grunaði mig að ég eftir að fara á White stripes tónleikana um kvöldið. Svo vildi til að bróðir minn hafði keypt miða fyrir vin sinn sem hætti svo við. Svo maður hljóp eiginlega undir bagga fyrir hann. Ég mætti á svæðið svona 20mín áður en White stripes byrjaði að spila og fann engan sem ég þekkti. Stóð þarna einn í þvögunni umkringdur unglingum með attitude. frekar leiðinlegt að fara einn á tónleika mæli ekki með því. Samt voru White stripes góð og má segja að maður eigi eftir að hlusta á þau meira í framtíðinni.
nú er bara verið að gera við hjólið og hlusta á hvað annað en White Stripes.
Fletti aðeins yfir myndirnar frá interrailinu í sumar um daginn og ákvað að fara að láta þær svona birtast annað slagið þegar mér hentar
Hér er ein frá Kutna Hora í Tékklandi ákaflega skemmtilega innréttuð kapella með mannabeinum

Þarna fengum við einmitt hugmyndina að ljósakrónuni sem við ætlum að búa til, Öll bein vel þegin.

Svo í lokinn ein svona hópmynd af mér, Herdísi Halldóri og Valgerði. Mynd Tekinn í Krakow þar sem við gistum heima hjá eitthvað taugabilaðri konu sem henti okkur út síðasta daginn þar sem að hún var búinn að selja herbergið öðru fólki.

miðvikudagur, nóvember 16, 2005

Nyheter


Sælt veri fólkið
lítið að frétta eins og er.
Fórum í 30afmæli til Stebba Jaka á föstudaginn það var bara þrusugaman. það var haldið útá kjalarnesi, kostaði ekki nema 5200 að taka leigubíl heim. Annars var föstudagurinn líka merkilegur fyrir það að Jakar, félag háskólamenntaðra útilegumanna átti eins árs afmæli. það er ýmislegt búið að ganga á hjá þeim félagsskap á síðastliðnu ári og má með sanni segja að allir jakar séu gull af manni og sé ég ekki eftir að hafa skráð mig í það fjelag.
Jæja laugardeginum var eytt í þynnku og sunnudeginum í bláa lónið og í að sækja systir mína á flugvöllinn.
Á morgun fimmtudag er svo bara út að borða í Perlunni, perlan er að bjóða öllum ferðaþjónustuaðilum til að kynna jólahlaðborðið sitt gaman gaman.
Svo kemur Friggi bróðir í heimsókn yfir helgina en maður að vinna bara fös,lau,sun svo það verður lítið brallað hér á bæ.
þatta voru fréttir í bili veriði sæl

mánudagur, nóvember 07, 2005

mánudagur

ástæðan fyrir heiti á þessari færslu er eingöngu vegna þess að það er mánudagur.
Langaði bara að ég er á lífi og hef engar fréttir að færa eins og er
segjum þetta gott í bili