Velkominn í Himmaríki

mánudagur, júlí 21, 2008

Jude Law, vinur minn

Lesið frétt hér

Herdís var að spjalla við mig í símann í hádeginu á fös og segir mér þá fregnir að Jude Law hafi verið að versla í kringlunni.

eftir hádegi var ég inná Lager í vinnuni á föstudag þegar Selma sem vinnur með mér kemur með símann í hendinni hálf sleginn og segir; Hilmar þú varst að hér í hádeginu þegar ég var í mat. Kom JUDE LAW hingað???

Ég náttúrulega kvikindið sem ég er segi sallarólegur Já bara til að sjá svipinn á henni segi henni svo að svo hafi verið ekki eða jú hann kom, bara svona til að sjá svipinn á henni aftur og svo til að tryggja að hin búðinn sem var að hringja yrði öfundsjúk (einhverra hluta vegna eru kvenmenn voða spenntar fyrir þessum gaur).

Ég spyr svo hver sé í símanum og hún segir Ehhh DV

Ég náttúrulega gríp símtólið sem æðsti yfirmaður á svæðinu og segi við blaðamanninn að hann hafi ekki sést hér í skeifunni í meira en ár og ef hann hefði komið hefði ég ekki sagt honum það. Bara svona til að halda í trúnað við viðskiptavininn. Bara eins og ég fer ekki að gefa upp hvaða skóstærð fóstran hans Jude Law notar.

Ég lík svo símtalinu við blaðamanninn sem var reyndar mjög kurteis, ekki eitthvað sem maður hafði ímyndað sér með blaðamann DV. Með því að segja honum bara svona okkar á milli að ég hefði heyrt að hann hefði verið í kringlunni áðan og eflaust í 66°norður þar.

Já krakkar, svona verða fréttirnar til inná Lager í FAXAFENI ekki Skeifunni