Velkominn í Himmaríki

miðvikudagur, maí 31, 2006

Áhugi er betri en hæfileikar

Skrapp í þetta casting í kvöld, var nú á báðum áttum en ég ákvað að láta slag standa hefði örugglega séð eftir því annars.
mætti þarna semsagt og sýndi fram á snilldar knattspyrnu takta. náði að fá bolta einu sinni í andlitið og skallaði hann svo einu sinni beit í smettið á myndatökuvél bara svona til að hefna mín hehe. Þið fáið örugglega að sjá það á sýn einhvertíman.
Semsagt þarf nú að bíða í ca 10 daga til að vita hvort að ég komist í liðið og verði í lok sumars atvinnumaður í fótbolta með milljónir á mánuði
Bíð bara spentur eftir niðurstöðunni.

mánudagur, maí 22, 2006

Æskudraumur að rætast?

Ég veit ekki hvort þetta séu örlögin en ég var á labbi mínu í Ikea rétt áðan þegar síminn hringir. Halló Hilmar
Uhh já
sæll ég hringi frá Saga film þú varst skáður í FC-nörd kannastu við það
uhh hehe já
já getur mætt í casting

frekari útskýringar þarf ekki

hér er semsagt verið að tala um eftirmynd þáttana um sænsku nördana sem eru á sýn. ég skráði mig því ég kann ekkert í fótbolta og held að ég gæti eflaust endað í Ensku meistaradeildinu á endanum og það eru víst gífulegir fjármunir sem leikmenn þar eru að hala inn.
Jæja semsagt prufa í næstu viku svo Eiður smári drífðu þig í að endurnýja samningana því KRISTJANSON is around the corner

Það er nú meiri viteysan sem manni dettur í hug.

Gamla liðð tekið í nefið

HK-KA
4-1


Get ekki annað sagt en ég er Himminn lifandi í dag

fimmtudagur, maí 04, 2006

tenging við umheimin

jæja þá er maður búinn að koma sér upp nettengingu adsl sjónvarpi og heimasíma. Ekki frá því að maður hafi verið farið að sakna því aðeins að hafa ekki internetið heima við. Ekki slæmt í þessari rigningu að vera með nokkra tugi sjónvarpsstöðva til að horfa á.
Herdís skrapp til Boston áðan svo manni bara hundleiðist aleinn heima, nei annars ég er með fullt af sjónvarpsefni til að stytta mér stundir. Farinn að horfa á Stefan Raab í TV total, best að rifja upp þýskuna aðeins.
Hef ekki enþá fundið HK stöðina , verð víst bara að sætta mig við að kíkja á síðuna í staðinn

Jæja má ekki vera að þessu verð að horfa á sjónvarpið.
Servus

mánudagur, maí 01, 2006

Life er Fótbolti

Minn óstjórnlegi áhugi á knattspyrnu hefur nú náð hámarki.
Ég veit að ég mundi aldrei ná inn í byrjunarlið í HK en kannski í FC Nörd
Sýn er að fara af stað með nörda fótboltaþátt. kannski minn séns á að upplifa það sem mér misfórst í æsku, þ.e. að komast í fótbolta klíkuna og tilheyra liði (í dag er það nátturulega HK)
Þetta er virkilefga spennandi tækifæri, hvað segir fólkið á maður að sækja um hehe