Velkominn í Himmaríki

sunnudagur, september 24, 2006

Takk takk


Vill bara þakka öllum sem mættu á leikinn á víkingsvelli í dag þetta var helvíti gaman að hafa svona marga áhorfendur. Ég get nú ekki annað sagt en að þetta hafi verið bráðskemmtilegur leikur án þess að vita það með vissu það verða aðrir að dæma það (erfitt að dæma það svona inná vellinum)
Þó svo að úrslit leiksins hafi kannski ekki verið þau bestu þá verð ég að segja að mörkin voru ófá og er nú algjör óþarfi að rifja upp úrslitinn
anyways 4.október Laugardalsvöllur the place to be.

föstudagur, september 22, 2006

Sunnudagur til hefnda

KF Nörd - Valur
- Sunnudagur kl. 13.00 á Víkingsvelli
Allir velkomnir!Íslensku nördarnir í fótboltafélaginu KF Nörd verða í eldlínunni umhelgina.
Á sunnudaginn munu þessar stjörnur úr raunveruleikaþættinum KF Nörd, sem núer sýndur á Sýn við miklar vinsældir, mæta sama liðinu og þeir mættu ífyrsta þættinum, 3. flokki kvennaliðs Vals. Þá töpuðu þeir nördar stórt. Þurftu aldeils að "lúta í gras" eins og Bjarni Fel myndi orða það, og ermarkmiðið því auðvitað að ná fram hefndum.
Leikurinn milli KF Nörd og Vals fer fram á Víkingsvellinum og hefst kl.13.00 á sunnudaginn kemur. Aðgangur er ókeypis og eru allir hér með hvattir til þess að gera sérglaðan dag, hóa í fjölskylduna, mæta á leikinn og styðja við bakið á"strákunum okkar"."Áfram KF Nörd!"Með kveðju KF NÖRD

PS þeir sem vilja komast á leikinn 4.október mega endilega hafa samband við sem fyrst til þess að ég get tekið frá miða. Bless bless, Himmi

fimmtudagur, september 21, 2006

Stórsöngvarinn

Mynd tekin af heimasíðu KF nörd

Þá er fjórði þátturinn farinn í loftið og lagið og myndbandið sem við tókum upp í sumar farið í fulla spilunn. Eistaklega gott lag sem þið getið sótt eða hlustað á hér


Svo er maður náttúrulega búinn að vera í ræktinni og á æfingum í allt sumar og verð ég að segja að þolið er aldeilis farið að vera gott. Fórum í mælingar í dag og skemmst frá því að segja að ég hef léttst úr 71kg í 69kg Kviðmálið er farið úr 92cm í 88,5 og síðast en ekki síst líkamsfituprósentan farinn úr 16% í 12,7%. Ég var ca 11kg hrein fita en núna 8,76kg fita Spurning um að halda áfram og ná þessu niðrí 10% en það er víst mjög gott. Mælingakonan sagði að ég væri búinn að bæta svo miklum vöðvum á mig að ég væri farinn að brenna meira líka þegar ég hvílist, það útskýrir kannski brunalyktina á morgnana.


Annars er allt gott að frétta og vill ég gleðja ykkur með því að tilkynna að KF Nörd er að fara spila sinn næstsíðasta fótboltaleik á Sunnudaginn 24.sept klukkan 13:00 á Víkingsvelli. Gegn hverjum við munum etja kappi fylgir ekki sögunni en þetta verður eflaust Rematch sögunar (3fl.vals stúlkna). Fyrir þá sem vilja kíkja þá verið velkominn.


Jæja bestu kveðjur
Þessi númer fimm

sunnudagur, september 03, 2006

Burtséð frá fótbolta

Eftir mikið stúss og fótbolta undanfarnar vikur var tilvalið á laugardaginn að leysa af sér takkaskóna og skella sér í smá útivist að hætti Sigga ofurskáta. Það verður nú að viðurkennast að maður var ekki alveg vel upplagður eftir tvær afingar á föstudaginn, bæjarrölt til þrjú um nóttina og svo æfingu hjá Flame laugardagsmorgun. Staðurinn var Stardalur á leiðinni milli Mosó og Þingvalla þar leynist ein besta óboltaða klifurleið á landinu (úff djöfull er ég orðinn pró) Hér koma svo nokkrar myndir til að styðja mál mitt

Hér er ég að reima á mig klifurskó nota bene ekki takkaskó

Hér er maður kominn upp í hæstu hæðir, kletturinn um 20metrar á hæð og maður þarf að treysta á lítinn spotta
Herdís stóð sig með prýði en fjallageit í fyrra lífi að eigin sögn ég held hinsvegar að hún hafi bara verið venjuleg geit :)


Næst og síðast var reynt við svokallað sprunguklifur sem fellst í því að skorða hendur og tær inn í sprungur og svo hífa sig upp á því taki. Ekkert sérstaklega þægilegt en virkilega krefjandi verkefni.
Svo ein svona í lokinn að lokum kominn. þetta er nokkuð góð líkamsrækt verst að ég steinsofnaði svo um kvöldið á ljósanótt vegna þreytu.

Minni svo fólk á nördana á Sýn alla fimmtudaga ég hlýt að koma meira fyrir í næsta þætti. Æstir aðdáendur eru víst ekki sáttir við fyrsta þáttinn þar sem ég kem sáralítið fyrir.

Fokking tussu blogger

Ég var búinn að skrifa ógeðsega mikið og setja inn 6 myndir sem tekur svona 10mín hver mynd og allt datt út. Ég hata þig helvítis blogger og ætla kannski að reyna að gera þetta aftur í kvöld ef ég nenni.
Kv. Himmi Hundfúll

föstudagur, september 01, 2006

Ný Heimasíða

Enjoy