Velkominn í Himmaríki

mánudagur, október 16, 2006

Akraborgin 2

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra heimsótti nýju Akraborgina öðru nafni USS Wasp sem liggur um þessar mundir við Skarfabakka í Sundahöfn. Skipið sem lagði að höfn í gær er 40.000 tonn að stærð og 250 metrar að lengd, knúið tveimur vélum sem samanlagt skila um 140.000 hestöflum.
Valgerður sagði skoðunarferðina hafa verið upplýsandi og aðspurð sagði hún að koma nýju Akraborgina væri táknræn fyrir varnir Bandaríkjamanna hérlendis.
Um 1.300 manns eru um borð í skipinu sem sigldi hingað frá Líbanon. Skipverjarnir hafa nú verið í 50 daga úti á rúmsjó og margir fögnuðu því mikið þegar þeir komust á fast land til þess að skoða sig um í Reykjavík eða fara í Bláa Lónið svo dæmi séu tekin.
Þá fóru 30 sjóliðar sem eru í góðgerðarfélagi USS Wasp í heimsókn í Barnaspítala Hringsins í dag og gaf börnunum m.a. derhúfur, miða til Akranes og boli . Að auki heimsótti djasshljómsveit vistmenn á Hrafnistu í Reykjavík og lék fyrir þá nokkur vel valin lög.
Á morgun verður svo spilaður vináttuleikur í fótbolta og körfubolta á milli skipverja og íslenskra liða.
Ekki eru þó allir jafnhrifnir af heimsókn herskipsins en Samtök herstöðvaandstæðinga lýstu vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn skipsins í gær. Fram kemur í tilkynningu frá þeim að íslenskt land, íslenskar hafnir og allt það hafsvæði sem tilheyrir Íslandi eigi að vera í friði fyrir herskipum eða öðrum hernaðartólum. Auk þess eigum við þessi fínu göng sem liggja til Akranes
Síðar í dag mun Geir H. Haarde forsætisráðherra heimsækja skipið og á nk. sunnudag mun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kasta kveðju á skipverjana.
Skipið mun leggja úr höfn til Akranes á mánudaginn.
(Átt við frétt af mbl.is)
Fréttaritari Himmaríkis
Himmi

þriðjudagur, október 10, 2006

KF Nörd "Íslandsmeistarar 2006"

Skrifaði þessa færslu fyrir nokkrum dögum en er ekki að geta látið myndirnar fylgja með svo give me a break.

Það er kannski kominn tími til þess að maður tjái sig aðeins um leikinn sem á eftir að lifa lengi í manna minnum, allavega verður gaman að sjá hversu margir mæta á Landsleikinn Ísland-Svíþjóð.
Ég rakst á nokkrar helvíti góðar myndir sem hann Andri Janusson (http://andrijan.net/blog/) tók og hægt er að nálgast á síðunni hans hér Ætla að leyfa mér að birta nokkrar hér en ég mæli eindregið með að þið kíkjið á síðuna hans. (http://andrijan.net/myndir/index.php?&f=KF%20Nord%20-%20FH.pc0)

Auðvitað Fékk maður að vera í byrjunarliðinu og var ég aðeins tekinn útaf þegar um 5mín voru eftir að mig minnir. Allt í einu fer ég að líta í kringum mig og sé að ég Logi og Ási feiti erum einu þeir sem eru ekki inná vellinum. ég sný mér að Loga og er að fara spurja hvar strákarnir eru þá segir hann mér að lauma mér inná og fara í sóknina. Helvíti skemmtlegt leikerfi sérstaklega þar sem einn fimleikagaur var rekinn útaf og vorum við því 16nördar á móti 6 fimleikagaurum.
Leikurinn Hafði upp á að bjóða allt sem alvöru knattspyrnuleikur á að hafa, Eftir minni bestu vitund. Það voru jú skoruð 16mörk þar á meðal eitt úr víti sláin inn. Rautt spjald, tæklingar og síðast en ekki síst strippaling. Mikið djöfull var ég reiður þegar ég sá þetta helvítis krakkafífl hlaupa þarna inná og ber að ofan. Hann var svo misheppnaður að ekki einu sinni ein persóna af 7000 manns datt í hug að hvetja hann áfram. Þegar Krakkinn var búinn að hlaupa þarna um og baða sig í flóðlýsingunni án þess að Lögreglan gerði neitt tókum við Doddi ég og Gulli málinn okkar hendur og rákum hann útaf. Ég held að KSÍ hefði verið í vondum málum ef þetta hefði verið Landsleikur og ekki var gæslan síðri þetta kvöld. Ég frétti svo að krakkinn hafi verið manaður upp í þetta af "vinum" sínum, Ef svo er þá langar mig til að mana hann til þess að gera þetta aftur ef KF Nörd á eftir að spila eitthvað aftur og hann á ekki eftir að ganga af vellinum eftir það.
Hér er smá mynd af þessu atviki, Doddi fór í tæklinguna án þess að ná honum niður sem betur fer þetta var nú einu sinni bara barn. og ég að ýta honum útaf í átt að lögreglunni.


Svo hérna ein í lokinn af liðinu eftir að við urðum íslandsmeistarar. Vá það er ekki hægt að lýsa þessu í stuttu máli held ég verði bara talandi um þetta fram eftir árinu eða amk fram í Mars. Og vil ég hér með bara koma á framfæri fyrst og fremst þakklæti frá öllum nördunum til ykkar sem mættu og þá sem ekki mættu. Þið erum öll frábær og án áhorfenda hefði þetta bara verið leiðinlegt. Annars á ég en eftir 2 VIP miða á leikinn ef einhver hefur áhuga.

Jæja verið þið sæl að sinni og ÁFRAM KF NÖRD

sunnudagur, október 01, 2006

Miðar!!

Ég er kominn með miðana sem ég lofaði ykkur elsku aðdáendurnir mínir. Ætla að reyna að skutla þeim til ykkar á morgun því það er eini tíminn, verð á ferðinni eftir klukkan 20 svo verið heima hjá ykkur.