Velkominn í Himmaríki

sunnudagur, júní 25, 2006

Norðurland

Dveljum nú í góðu yfirlæti foreldra minna á Akureyri í sannkölluðu sumarfríi. Veðrið er líka búið að vera snilld sem skemmir ekki fyrir.
Skelltum okkur í hellaskoðun í dag í mývatnssveit svo er það bara sveitinn á morgun að vinna á landareigninni
Hér er ein af mér að taka mynd í hellinum fleiri myndir á Jaka síðunni
kveðjur að norðan

þriðjudagur, júní 20, 2006

Kvörtun vegna veðurs

Vildi bara koma fram kvörtunum vegna ömurlegs veðurs. Maður fær sig bara ekki til að gera neitt í svona veðri og ef það er gott þá er maður að vinna.
Hér er ein mynd sem tekinn var afokkur skötuhjúum í göngu upp að Glym fyrir nokkrum helgum. Þá var veðrið ágætt.
Svo er fólk að furða sig á því að við tölum mikið um veðrið á Íslandi.

föstudagur, júní 16, 2006

Sumarið Fullbókað

Hér með tilkynnist það hér með að ég er kominn í fótboltann í sumar. Ég hef skrifað undir samning sem meinar mér að tjá opinberlega um það. Vinsamlegast virðið það.
Hilmar Kristjánsson