Velkominn í Himmaríki

miðvikudagur, ágúst 31, 2005

þá er sumarið að vera búið, vill bara þakka öllum sem litu til mín á ströndina fyrir. Endilega látið ekki veturinn stoppa ykkur haldið ótrauð áfram að byggja sandkastala.

Himmi

föstudagur, ágúst 26, 2005

Þotuliðið

Herdísi var boðið til haustfagnaðar sjónvarpstöðvarinnar Sirkus í gær. Auðvitað var ég dregin með. Ég verð að segja að allt svona stjörnuliðsvesen á íslandi er bara fyndið. Þetta var haldið á Árbæjarsafninu og tókst bara helvíti vel áfengið flæddi eins og bjór og allar stórstjörnur íslands voru mætt á svæðið. Það kom mér samt á óvart hvað ég þekkti fáa persónulega ég meina hey hvar voru allir? Ég meina eina sem maður þurfti var útúr speisuð design sólgleraugu til að fitta inn
Ég hef ákveðið að þegar ég verð frægari þá skal ég sko bjóða öllu fræga fólkinu í party til mín og svo líka ófræga fólkinu svo ég hafi einhvern til að tala við.
Annars er ekkert að frétta nema að Ásgeir kolbeins er búinn að dekkja á sér hárið (hjálmin) en samt með amk 27 mismunandi liti í strípum eins og Stjórnandi kvöldþáttarins orðaði það.

miðvikudagur, ágúst 24, 2005

latest news

Það helsta í fréttum er ekki neitt.
Friggi bróðir kom í heimsókn kom í heimsókn um helgina og skemmtum við okkur bara ljómandi vel saman, fórum í party á föstudaginn og svo á laugardaginn var kíkt í bæinn með bjór í bakpoka eins og alvöru unglingar. eftir flugelda sýninguna kom svo úrhelli og maður hljóp bara heim eftir það. Svo er bara vinna alla næstu helgi. semsagt ekkert spes að frétta.
Svo vill ég hvetja fólk að vera vakandi í umferðinni það kemur fyrir amk 1 sinni á dag að einhver keyrir næstum yfir mig þegar ég er að hjóla, ótrúlegt hvað fólk keyrir yfir þegar það er rautt og svo er alltaf verið að svína á mann. Spurning um að fara bara að rekast viljandi á bílana og fá bætur. Það er ekki eins maður sé óvarinn með hjálm og allt.
Jæja bless í bili þetta voru engar fréttir

fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Fréttir af fræga fólkinu

Það eru alltaf allir að tala um fræga fólkið sem nú flykkist til Íslands. Ég hitti Cameron Diaz á austurvelli um daginn það er svosem ekkert merkilegt þar sem stórleikarinn Terrance Stamp gisti á hótelinu sem ég er að vinna á um daginn. Fyrir aðdáendur gæti ég boðið upp á ýmsa muni eins og skítug handklæði og áskrifaða glasamottu til sölu. Guided tour um herbergið um herbergið væri líka hægt að koma í kring.
Alla vega vildi bara deila þessu með ykkur, þess má geta að ég hitti hann aldrei
Kveðja frá heimi fræga fólksins
Himmi

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Bátsferð

Skelltum okkur í bátsferð á laugardaginn með Steina frænda Herdísar. Ágætis sigling alveg við veiddum fisk og alles. Ég lét minn nú bara aftur í sjóinn enda lítill fiskur sem átti allt lífið framundan. Hann Siggi mágur minn var ekki á sama máli og landaði sínum fisk með fiskdrápsglampan í augunum.
Þetta var bara helvíti gaman þrátt fyrir að þrír fiskar hafi endað líf sitt þennan dag.


Himmi

Gleðileg hjól

Keypti mér stórglæsilegt hjól á Föstudaginn og auðvitað er veðurspáinn næstu daga vægast sagt hörmuleg. Þetta gerðist líka þegar Herdís keypti sitt fyrr í sumar. Farið svo varlega á götum bæjarins og virðið rétt hjólreiðafólks sérstaklega á suðurgötunni.

Himmi

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Ný vinna

Jæja nú ermaður hættur í bóninu og farinn að vinna í ferðaþjónustu, öruglega mikil lækkun í launum en ég var bara búinn að fá nóg af bóninu í bili. Byrja að vinna á morgun í Hótel Reykjavik Centrum sem er nýja hótelið í Aðalstræti. Veit ekkert hvað ég er að fara gera þar en vonandi verður þetta bara skemmtilegt og eitthvað spennandi. Starfið felst bara í móttöku gesta og eitthvað tilfallandi. Ekki skemmir fyrir að vera að vinna í 101 og þar af leiðandi í mekka mannlífsins eitthvað skárra en að vita aldrei hvar maður fór að vinna á daginn og hvað maður var að vinna lengi.
Svo er bara að vona að maður drullist´sér af stað í BS ritgerðina því ekki útskrifast maður í október með þessu framhaldi
meiri fréttir síðar
Servus