Héðinsfjörður aborted
Jæja Ég og Siggi mágur reyndum að komast inn í Héðinsfjörð í dag frá Ólafsfirði
Eftir að hafa gengið ca helming leiðarinnar og upp mestu hækkunina þá ákváðum við að snúa við enda búið að rigna allan tíman og niður í héðinsfjörð var svarta þoka og meiri vindur.
Er bara núna á æskuslóðunum í Heiðarlundi að drekka bjór og þori ekki út vegna lífshættulegra unglinga sem eru á höttunum eftir tjaldsvæði.
Þannig fór með þá sjóferð, kannski maður tjaldi útá lóð til að ögra nágrönnunum aðeins.
Herdís og Búri koma heim annað kvöld en ég hitti þau ekki fyrr en á mánudag
kveðja frá Akureyri
Himmi Blauti