Velkominn í Himmaríki

sunnudagur, nóvember 04, 2007

November rain

Nóvember gekk í garð og ég ákvað að skrifa kannski inn eina færslu hingað.
Maður er bara alltaf að hjakka í sama farinu, ala upp barn vinna vinnuna sína og þess á milli ala upp barn og vinna vinnuna sína.
Það er óhætt að segja líf manns breytist töluvert þegar maður verður foreldri.
Svo fer bara að koma desember og þá ferir maður minna að því að ala upp barn og vinna meira. En örvæntið ekki uppeldið ætti ekki að fara til spillist þar sem að ég get verð að öllum líkindum heima í janúar og febrúar. Bara ég og Arngrímur búri, just the two of us.

Annars erum fjölskyldan og Amma að norðan að fara í smá túr til USA næsta föstudag til að sjoppa og hafa gaman.

Jájá fleira var það ekki