Velkominn í Himmaríki

fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Dagur blóðnasa

Já ég get ekki annað sagt en að ég er guðslifandi fegin að losna við enn eina landsöfnunina á morgun. Að styrkja börn í hinum bágstadda heimi er gott og blessað en þetta unicef dæmi er alveg dularfull samtök. um hvað snúast þau eiginlega, Eina sem það vekur upp í huga mér er heimsókn útbrunna fyrrum 007 útsendarans Roger Moore í fyrra að til að koma í eihvern gala dinner með öllu helsta ríka og flotta fólki landsins. Jú svo fór Sveppi kallinn til Afríku og varð alveg rosalega hissa á að þetta var miklu verra en að hann hafði ímyndað sér. Þetta gengur semsagt útá að senda frægt fólk til bágstaddra landa og láta þau segja frá hvernig það var, En bíddu afhverju kom Roger Moore hingað afhverju fór hann ekki til Afríku líka, ekki erum við bágstödd?
Það þarf enginn að segja mér hvernig ástandið er í þriðja heiminum og ég ætla ekki að kaupa rautt nef svo að fleira "frægt" fólk geti farið til Afríku.
bless í bili
Einn semi-frægur og langar ókeypis til Afríku

föstudagur, nóvember 24, 2006

Bumbus

hér koma nokkrar myndir af bumbus

Þetta verður bara hið myndarlegasta barn að öllum líkindum sagði fósturgreinarinn


Það er greinilega stutt í góða skapið og brosti Bumbus fallega til okkar þegar hann væri í beinni útsendingu.
Af þessu brosi að dæma má reikna með að Bumbus eigi eftir að eignast marga aðdáendur og fer markaðsetning aðdáendaklúbbsins strax af stað á nýju ári
Jæja það eru allavega tveir verðandi foreldrar orðnir spenntir og nú er bara að bíða fram í miðjan Apríl 2007

fimmtudagur, nóvember 23, 2006

Atvinnandi og sónar2

Jæja þá er afslöppun sumarsins að ljúka, kannski svolítið seint að taka hana út um veturinn en betra seint en aldrei.

Kallinn bara kominn með vinnu hjá 66°norður og byrja ég þar 5.des eða um leið og við komum frá Manchester. Farinn að hlakka bara þónokkuð mikið til enda spennandi starf tengt áhugamálinu útivist.

Svo fórum við Herdís í sónar áðan og allt gott að frétta með það. Við fengum að vita hvaða kyn barnið sé svo þeir sem vilja geta fengið að vita það, en þeir verða að giska fyrst. svo koma myndir af því þegar maður er búinn að skanna þær.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Ofhæfni

Ofhæfni
 Sótti um skrifstofustarf og fékk svar áðan:
Sæll Hilmar
Takk fyrir umsóknina.
 Við erum búnir að ráða í stöðuna.
Þú komst ekki til greina einfaldlega
að því að þú ert of "góður" fyrir þessa stöðu,
þ.e. að þær kröfur sem við gerðum eru í
engu samræmivið þína menntun og reynslu.
Ég óska þér góðs gengis við að finna
starf við hæfi.
Kveðja/Regards

Skrifstofumaðurinn ónafngreindi

Þar hafið þið það ég er of "góður"
Hvað á ég að gera svara bréfinu
og segja að ég í rauninni ekki góður
starfsmaður og örugglega
miklu verri en sá sem var ráðinn,
plís ráðið mig einhver

Nei þetta er of "gott" til að vera satt
Himmi to good to be true


miðvikudagur, nóvember 08, 2006

U.S og A, Bumbus og Húsfeðraorlof

Smá fréttir

Jæja það er nú langt síðann að maður hefur látið í sér heyra og hefur margt borið á góma síðan síðast. Ég og Herdís eigum von á Erfingja fyrir þá sem ekki vissu það. Erfinginn stefnir ótrauður á að koma í heiminn um miðjan Apríl.

Hér er svo mynd af Bumbus




Vonandi standast tímasetningar betur hjá erfingjanum en áætluð Bs-skil hjá föðurnum. Skemmst frá því að segja að við Herdís og Bumbus skelltum okkur til U.S. og A um þarsíðustu helgi og eyddum dágóðum slatta í barnadót og barnaföt í allskonar litum sem hafa ekki verið fest við eitthvað ákveðið kyn. Merkilegt hvað allt er töluvert ódýrara þarna maður má helst ekki vera of lengi þá er manni farið að finnast hlutir sem kosta 50$ mikið maður á bara að kaupa fyrst spyrja svo :) Dvöldum 4 nætur í smábæ sem heitir Annapolis mitt á milli Baltimore (hættulegustu borg U.S. og A.) og Washington. Ágætis bær með fullt af verslunarkjörnum og molli hinum megin við götuna við hótelið. Fórum líka einn dag til Washington DC til að geta sagst hafa komið þangað.

Já svo kom maður bara heim í Atvinnuleysið og er bara að leita sér að vinnu og vera heimavinnandi húsfaðir. Vonandi verð ég kominn með vinnu fyrir miðjan mánuðinn endlega ef þið vitið af einhverju spennandi látið mig vita.

Svo 19.nóvember n.k. verða afhent Edduverðlaun og hvaða sjónvarpsþáttur annar en KF Nörd er tilnefndur í flokknum besti skemmtiþátturinn og án þess að vera með neinn áróður þori ég að fullyrða að þetta er besti þátturinn af þeim sem eru tilnefndir(Strákarnir og Jón Ólafs líka tilnefndir). Svo endilega kjósið fyrir okkur nördana hér

Framundan er bara leita sér að vinnu eins og ég sagði frá áður og fara að prufa nýju klifurskónna mína sem ég keypti í U.S. og A. Jú og svo förum við til Manchester að um næstu mánaðarmót væntalega að versla meira barnadót. Semsagt alveg fullt að gera í að vera atvinnulaus þessa dagana sannkallað draumstarf Adios amigos