Velkominn í Himmaríki

þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Álver nein danke

þó að ég sé fluttur í Kópavog er ég enn löggiltur Akureyringur og ég vill hvorki Álver í Eyjafjörð eða í sveitina mína við Húsavík

þeir sem vilja sýna stuðning, skrá sig á síðuna
http://www.alverin.muna.is/

fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Morgunblaðsmenn í hættu

Ég held að morgunblaðið verði að fara gera frekari ráðstafanir ef þeir vilja að þetta endurtaki sig ekki
samkvæmt frétt af mbl.is (http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1186953)

Leikskólabörn sungu fyrir starfsmenn Morgunblaðsins

Starfsmenn Morgunblaðsins fengu óvæntan glaðning og heimsókn um hálfellefuleytið í morgun þegar anddyri hússins fylltist af börnum úr leikskólanum Austurborg. Börnin voru þangað komin ásamt leikskólakennurum til þess að syngja fyrir starfsmenn í tilefni af Vetrarhátíð og höfðu auk þess föndrað snjókorn og frostrósir sem skreyttu anddyrið. „Krummi krunkar úti“ var fyrsta lag á dagskrá en alls sungu börnin þrjú lög og hlutu mikið og verðskuldað lófatak fyrir.

Mikið rosalega er ég farinn að kvíða til Öskudagsins, verð nefnilega að vinna þá.

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Eftir Viku verð ég ekki lengur byrgði félagstofnun stúdenta heldur fluttur í kópavogin þar sem strangar þjálfunarbúðir taka við. Svokallað KÓP200-camp þar sem reynt verður að snúa linum Akureyring í harðan Kópavogsbúa. Vill biðja fólk um að sýna mér tillitsemi á meðan þessu ferli stendur.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Akureyri í Reykjavík

Mikið góðæri er nú fyrir Akureyringa/Kópavogsbúa á Höfuðborgarsvæðinu þar sem nú er hægt að kaupa Bakkelsi frá Kristjáns bakarí í bónus (Mæli með kleinuhringjunum) og síðast en ekki síst er kominn Pizzustaður sem bíður upp á pizzur með svökölluðu Greifa pepperóní.
Staðurinn er Wilson´s Gnoðavogi þar sem Jón bakan var. Mæli með þeim, voru með tilboð um helgina Lumma með 2 áleggs og 2L pepsí á 990kr. Dóminós Megas vika hvað segi ég bara.

föstudagur, febrúar 10, 2006

Mýs

Afhverju eru allar kvenkyns mýs að flykkjast til Arabalanda?.....það eru svo margir Mús-limar þar

p.s. hverjum vantar Lay-Z-Boy stól?

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Góð Hugmynd

Maður fær ekki snilldar viðskiptahugmynd á hverjum degi. Hver vill koma með mér til Írans og opna búð sem selur bara danska fánan. Með þessu áframhaldi held ég að það sé að fara vera skortur á þeim á þessu svæði í heiminum. Nú vantar manni bara sterka fjárfesta á bak við sig og málið er komið.
Vorum að skrifa undir húskaupasamning áðan fáum kannski íbúðina´fyrr en umsamið var. Vonum það besta bara. Svo smá mont þeir sem hafa rekist á nýja dagsferðabækling Flugfélags íslands geta séð mynd sem ég tók frá grænlandi, eða bara séð hana hér....Ég á svo von á milljónakróna ávísun í pósti frá þeim ;)

mánudagur, febrúar 06, 2006

Hakk og spagetti

Í Eldhúsinu hjá okkur vinnur Dani og Arabi, ef það verður hakk í kvöldmatinn ætla ég að borða bara heima.