Velkominn í Himmaríki

laugardagur, mars 17, 2007

Neues Auto


Þessi stórglæsilega sjálfrennireið var rétt í þessu að eignast nýja eigendur þeas mig, Herdísi og Bumbus. Viljum við því nota tækifærið og óska honum innilega til hamingju með það.

Til Hamingju súzuki bíll og velkominn í fjölskylduna

föstudagur, mars 09, 2007

Föstudagskvöld


Hvað er í gangi í sjónvarpinu á föstudögum? ekki neitt vá hvað það getur verið leiðinleg dagskrá í sjónvarpinu ekki einu sinni ég. Jæja ætlaði bara að láta aðeins heyra í mér. Búið að vera busy í vinnunni allir veikir nema 3 þannig að svolítið mikið álag á álagstímum. Nú var ég að kaupa mér þennan fína dúnpoka og erum við Jói í vinnunni að kipuleggja svona bon-fire ferð í lok mánaðarins og helst sofa í svona bivy bag sem er vona eins manns púpa utan um svefnpoka, allir velkomnir með sem eiga góðan dúnpoka bivi poka og góða varðeldssögu.
Jæja svo erum við Herdís að spá að hafa svona einhvern hitting um helgina 23-25 mars svona áður en að Bumbus kemur í heiminn meira um það síðar bara.
anyways þarf að vinna á morgun, vegna veikinda samstarfsfólks en verð þar af leiðandi í fríi næstu helgar. jú og svo hellaferð á sunnudaginn með Reyni. bless í bili

fimmtudagur, mars 01, 2007

halló

Jæja maður búinn að vera upptekinn undanfarnar vikur og allt í rusli og ryki heima. ætlaði bara að láta vita að öllum heilsast vel og erum við himinlifandi yfir því hvernig breytingarnar á íbúðinni tókust. Bara eins og maður sé fluttur inn í nýja íbúð á ný. Það fer nú að líða að því að Bumbus fari að láta sjá sig en þó er aðeins þangað til. kannski spurning að reyna að skipuleggja einhvern hitting svona áður en maður verður ábyrgur fjölskyldumaður hvað segir fólk um það? Bara verst að það er enginn tími svo ætli að það verði nokkuð úr því hehe. set kannski myndir inn um helgina af breytingunum
Jæja bless í bili farinn að liggja upp í sófa og slaka á.