Velkominn í Himmaríki

þriðjudagur, mars 29, 2005

Ég lofaði um daginn að sýna ykkur bílinn minn eða þeas bílinn þeirra Birtu & Úu. Þær heimtuðu um páskana að fá að vera með á myndinni. Svo hér er bílinn Tóta glæsileg bifreið ekki satt

Himmi

föstudagur, mars 25, 2005

Gangan í gær

Gengið var til góðs í gær. Sérvaldnir Jakar lögðu af stað í leiðangur frá Reykjavík um klukkan 9 á tveimur bílum. Ég var á Jeppa Sigga og Ásu svo ég er ekki frá því að karlmennskan hafi aðeins aukist eftir þessa ferð. Já við gengum upp Hveradal að Dalseli sem er skáli. Ef einhver er ekki alveg með þetta í kollinum þá er bara ekið til Verahvergis eða hveragerðis og þaðan er labbað upp dalinn. þetta er svona 3km leið mikil drulla og ekki verra að vera í legghlífum. Veðrið var fínt þó að það hafi ringt smá. Á leiðinni er hægt að fara í bað í heitum læk en við nenntum því ekki þar sem allir voru nýbúnir að baða sig. mig minnir að við höfum verið kominn í byggð aftur um klukkan þrjú og þá var auðvitað farið í Eden og svo brunað heim. Svo var grillað á Kleppsvegi fyrir göngufólk um kvöldið, smá öl drukkið og fylgst með Bobby koma til Íslands.
Núna er maður bara að læra á kleppsvegi, frekar leiðinlegt svo ég ákvað að blogga barasta. ég er ekki með mína tölvu hérna nettengda svo ég set bara inn myndir seinna.
eigið langan föstudag
Servus

þriðjudagur, mars 22, 2005

Ísland Ólympíumeistari

Ég var bara að spá, er ekki keppt í skák á ólympíuleikunum. Gætum við þá ekki sent Bobby þangað.
Þetta mál með Bobby er náttúrulega ekkert nema schnilld, það er spurning um að fara gerast áskrifandi af DV. Ég held að við Íslendingar séum búnir að eignast nýjan Ástþór Magnússon

mánudagur, mars 21, 2005

Tóta ist nicht tot

Bara svona að láta alla velunnara bílsins okkar að hún er kominn aftur á götuna. Hún er samt sami drykkjuboltinn. Herdís sótti mig á bílnum eftir tíma í dag, þurftum smá að erindast. Vildi ekki betur en svo að bíllinn varð besínlaus á planinu hjá öskju. Þurftum að labba á bensínstöð og tilbaka með brúsa og trekt. Frekar fyndið allt saman. Vorum á leiðinni á bensínstöð en Herdís gleymdi símanum sínum heima áður en hún sótti mig svo hún fór að ná í hann. Hefðum líklega náð á bensístöðina ef hún hafði ekki farið heim að ná í hann.
já það er meira en lítið að henni Tótu þessa dagana. þarf að fara setja mynd af henni inn bráðum svo fólk þekki okkur á götunni.
gleðilega Háska

laugardagur, mars 19, 2005

Tóta ist tot

Haldið þið ekki að bíllinn okkar Tóta toyota (reyndar bíll Birtu&Úu) hafi reynt sjálfsmorð í gær. Herdís var að keyra á henni og bara allt í einu voru engar bremsur. Tóta kerlinginn er búinn að vera dugleg að klára bremsuvökvan sinn undanfarið og teljum við þessa tilraun til sjálfsvígs afleiðing mikillar drykkju á bremsuvökva. Nú er hún bara á gjörgæslu og sálfræði meðferð í kópavoginum. Algjört vesen að hafa bíla, best að fara kaupa sér hjól bara bráðum.

föstudagur, mars 18, 2005

Jæja þá er kominn Föstudagur....Aftur

Ekki mikið búið að gerast þessa vikuna sem ég man sérstaklega eftir, nema Herdís átti afmæli á þriðjudaginn. Fyrir utan það er lítið að frétta.
Annars ætlar maður að kíkká í vísó í dag. ferðinni er heitið í Mastercard gjöfulinn sjálfan. Ekki slæmt að sjá svona einu sinni hvar peningarnir sínir enda. Svo verður maður líklega bara hérna fyrir sunnan um páskana að læra eða eitthvað. væri samt til í að skreppa á bretti eða fara í göngutúr ef einhver hefur áhuga.
Annars langar mig í nýtt hjól, öll fjárframlög vel þegin

mánudagur, mars 14, 2005

Afmælið búið

Jæja þá er eitt afmæli yfirstaðið og langt í það næsta. Þetta var bara helvíti gott party. Get ekki beðið eftir því að eignast hús eða íbúð, Þá verður sko party allar helgar. Nei sénsinn að maður nenni þessu allar helgar.
Ég var nú búinn að lofa einhverjum að ég ætlaði að koma niðrí bæ, en þegar síðustu gestirnir voru að fara var klukkan orðin svo margt að ég nennti ekki niðrí bæ, við gistum bara í kópavogi. Vona að það hafi verið í lagi. Ég bara búinn að fá ógeð af miðbænum. Jæja framundan er lítið fréttir af ví seinna.

föstudagur, mars 11, 2005

Afmælið á morgun

Af Gefnu tilefni vilja stelpurnar Úa&Birta koma á framfæri að afmælið hennar Herdísar sem verður haldið heima hjá þeim er ekki afmælið þeirra. En engu að síður eru allar gjafir vel þegnar og þá helst eitthvað sem hægt er að leika sér með eða borða. Seinna í sumar verður svo haldið upp á afmælið þeirra á þá verður sko alvöru party það er að segja ef mamma og pabbi gefa leyfi.

Kær kveðja og með tilhlökkun að sjá ykkur
Úa og Birta
Himmi

fimmtudagur, mars 10, 2005

Ferðamannabólusetningar

Mér leiddist tilbreytingaleysið í lífu mínu í dag svo ég lét sprauta í mig Lifrarbólgu A og B, Stífkrampa og barnaveiki. Allt fyrir einungis 6.750. Fór svo út að borða með Herdísi og kúbufólkinu í von um að einhver veiki mundi kikka inn, raunin var ekki sú. Ég held ég verði að bíða aðeins lengur. Er samt kominn með smá verk í vinstri hendina núna.
Allavega er komið aldeilis tilhlökkun í mann fyrir afmælið á Laugardaginn þá verður sko Singstar Party tækinn okkar vígð opinberlega. Shit hvað við Herdís sökkum í þessu dóti.

mánudagur, mars 07, 2005

Nú er komið að okkur

Vegna komandi afmælisdags Herdísar hefur hún ákveðið að blása til veisluhalda næstkomandi Laugardag þann 12.Mars klukkan 21.
Herdís kveður nú æskuárinn og leggur af stað inn í fullorðinsárin með gífurlegar væntingar fyrir stafni. Tilvalið fyrir alla sem vilja að mæta og sletta úr klaufunum eða þá bara til að væta kverkarnar
Endilega kommentið og boðið mætingu og það er aldrei að vita nema að þið komist á gestalista
Veislan verður haldin í Viðigrund 9 í Kópavogi og læt ég fylgja smá loftmynd með til öryggis


Himmi

fimmtudagur, mars 03, 2005

Hehe var að spá hvernig Kiddi liti út með smá skegg kallinn, ég er ekki frá því að þarna leynist myndarlegur maður eftir allt saman, eða lítið sofinn Róni. Hvað finnst ykkur?

Himmi

Helgin framundan

Maður orðinn svo fjölhæfur þessa dagana ekki samt verra ef maður væri 4, það væri snilld.
Annars er ekkert framundan um helgina nema kannski að reyna að gera rannsóknaráætlun fyrir b.s.ritgerð. Er svona eiginlega búinn að ákveða efni og skoða fullt af heimildum bara spurning hvernig á að tækla verkefnið svo leiðbeinandin verði ánægður. Kannski maður skelli sér í góðan göngutúr með Birtu og Úu við skuldum þeim nokkra göngutúra sérstaklega þar sem að þær eiga bílinn sem við höfum til afnota. Annars hef ég ekki hitt vinin mína frekar lengi spurning um hvað þeir séu að bralla. jæja eigið góða helgi Servus

Himmi