Velkominn í Himmaríki

mánudagur, janúar 30, 2006

Kemst aldrei í meðferð

Ég er líklega búinn að klúðra fyrir mér að ég komist í meðferð hjá SÁÁ ef ég þarf á því að haldá í framtíðinni.
nánari útskýring: Síminn hringir, ég lengi að finna síman og rétt lít á skjáinn til að ná að svara, Óhörnuð unglingarödd segi: já halló, hilmar
Ég svara: Já það er hann
Unglingur: Já halló ég heiti Andri og er að hringja frá unglingadeild Sáá og....
Ég: já heyrðu félagi þetta er í fimmta skiptið sem þið hringið í mig með mislöngu millibili og viljið því vinsamlegast hætta því takk fyrir.
Ég skelli svo á því ég hata ekki þessi endalausu runu sem unglingurinn les af blaði um að alltaf sé verið að loka fleiri og fleiri deildum fyrir unglinga bla bla.

Vill bara benda Unglingadeild SÁÁ að leyta eitthvað annað þegar því vantar pening og ég hef ekki áhuga á að kaupa geisladisk af þeim. Ef það er eitthvað sem ég hata eru það dópistar og þannig aumingjar sem gera ekkert annað en að eyðileggja þjóðfélagið. Annars er allt gott að frétta skrifum líklega undir íbúðakaupinn í vikunni svo ég hef engan pening eftir handa unglingadeild sáá.

miðvikudagur, janúar 25, 2006

Búningapartýið

Eins og flestir muna fórum við í búningaparty á laugardaginn síðasta. Ekki komið í ljós hvort fólk vilji láta birta þessar myndir á veraldarvefnum en hér er allavega ein af mér og herdísi eða Wendy&BillieBob eins og við kölluðum okkur það kvöldið.
Ein nærmynd
önnur fjærmynd

föstudagur, janúar 20, 2006

Húsnæðislaus My Ass!

Í gærmorgun vorum við skötuhjú ekkert farinn að spá í að þurfa að flytja af görðunum fljótlega. um klukkan 16:00 í gær kom sparkið í rassinn við þurfum að flytja út 28feb. það var farið að skoða íbúðir, íbúðin fundinn, íbúðinn skoðuð í dag klukkan 16:00 og kauptilboð lagt fram. 20:30 kauptlboð tekið. við erum búinn að fjárfesta í íbúð loksins. Kópavogur var fyrir valinu þar sem við erum með annan fótinn þar. Ekki erfitt að finna sér íbúð á þessum tímum og ekki vitlausara að kaupa en að leigja. Hér eru nokkrar myndir af híbýlinu og fleiri hjá Herdísi

Svefnherbergið
Gangur/Hol
Geðveikt eldhús gott fyrir matarboðinn sem ég skulda
Fínt blátt bað/skárra en brúnt eða gult
Stofan

miðvikudagur, janúar 18, 2006

Spilafíklar

Júlía Ólsen spilafíkill hversu kaldhæðnislegt er það nafn? svipað eins og að heita Óliver Twist og vera með staurfætur.

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Enn eitt bloggkeðjubréfið

Hér svona svipað og var í gangi um daginn tók þátt í þessu hjá Sigga frænda og sé mig þannig tilneyddan til þess að birta þetta hér.

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það.
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá þannig á mig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhvern tíman langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlaru að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

Svo fóru Birta&Úa út að labba á sunnudaginn í snjónum og þær skemmtu sér konunglega samkvæmt myndunum

sunnudagur, janúar 15, 2006

West-side snowboarding

það getur verið erfitt að finna góða brekku hér á láglendinu í vesturbænum en ef vel er að góð leynast þær víða. Í garðinum mínum er skemmtigarður sem er mjög vinsæll á virkum dögum milli 8-17 en á kvöldin er hann lítið notaður. Í gærkveldi skelltum við skötuhjú okkur á snjóbretti í garðinum og skemmtuim við okkur bara vel. frekar stutt brekka reyndar en ágætis halli fyrri byrjendur (Herdís).

Vill hvetja alla að fara út að leika sér í snjónum ég er til dæmis búinn að hjóla í vinnunna fös,lau,sun og það er bara fín líkamsrækt og þrusugaman í smá torfærur.

jæja ætlaði bara að koma með smá updeit á hvað sé í gangi.

sunnudagur, janúar 01, 2006

Nýársávarp Konungs Himmaríki

Góðir Landsmenn gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það liðna. Hér sit ég í vinnunni og velti fyrir mér hvað sé hægt að gera næstu 10tímana sem eru eftir af þessum vinnudegi. fór frekar seint að sofa í gær um 2 svo maður er ansi þreyttur í dag. Ég drakk hálft rauðvínsglas eitt freiðivíns glas og hálfan bjór frá 20-01 í gær svo ekki get sagt að timburmenn séu að aftra mér frá starfi í dag. held ég hafi ekki farið svona snemma á fætur á nýársdag lengi lengi. Hef ákveðið að halda upp á áramótin með tilheyrandi sukki næstu helgi bara þar sem ég verð einn heima þá helgi. Herdís er nefnilega að skella sér til Færeyja í vinnuferð. Jæja vona að þetta sé hressandi dagur fyrir ykkur flest öll, haldiði bara áfram að sofa.
Kóngurinn kveður