Velkominn í Himmaríki

sunnudagur, apríl 23, 2006

HK-Jafntefli

Markalaust jafntefli í dag gegn ÍR semsagt staðan 0-0.
Ég segi dómaraskaldall, Aðstoðardómari flaggaði vítaspyrnu sem dómarinn breytti í horn og síðan var dæmt rangstaða þegar ÍR-ingur sendi boltann í eigið mark rétt fyrir leikslok!

F%#k Dómarar

HK-Söngurinn
Við erum rauðir
Við erum hvítir
Við erum baráttumenn
Komum úr vogi
Kenndir við Kópa
Stöndum saman, HK-menn
HK-menn!!

HK Forever

laugardagur, apríl 22, 2006

Kópavogur Amen

Ég hef verið bænheyrður
DAgskráinn á Rúv í dag og það er sjónvarp hérna í vinnunni
16.10 Íslandsmótið í handbolta b HK-Fram í efstu d. ka.
vonandi verður ekkert að gera.

Kópavogur Lengi lifi

Það fer ekkert meira í taugarnar á mér að vera að vinna á leikdag. En maður verður víst að vinna til að geta lifað.
Svo við snúum okkur að alvöru málsins þá er mikilvægur leikur í dag fyrir mína menn
21. apríl 2006
DHL deild karla HK - Fram (Sko Handbolti fyrir ykkur sem vita það ekki)
Á morgun laugardag taka HK menn á móti Fram í Digranesi kl. 16.15. HK menn verða að sigra Fram í þessum leik ætli þeir sér að vera í Úrvalsdeild að ári, svo einfalt er það. Frammarar verða hins vegar að sigra ætli þeir sér Íslandsmeistaratitilinn í ár. Staðan í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir er þessi:
Fram 39
Haukar 39
Valur 34
Fylkir 32
Stjarnan 30
HK 24
FH 23
KA 23
ÍR 22
UMFA 20
ÍBV 18
Þór 13
Vík/Fjö 11
Selfoss 8

Sterkt lið sem við mætum þarna á þeirra heimavelli en ég held að strákarnir séu fullvissir um að reynast frömmurum erfiður biti. Til gamans má geta að mitt gamla stuðningslið er í sama sæti og HK

Annars er allt gott að frétta af HK svæðinu við skötuhjú erum bara að koma okkur fyrir og ma&pa ætla að koma um næstu helgi til að hjálpa okkur og heimsækja hann Þórir Kolbein. Svo innfluttningspartýið frestast líklegast um hálfan mánuð eða mánuð. meira um það seinna bara.

P.s. svo er leikur í fótboltanum á sun gegn ÍR meira um það á morgun

miðvikudagur, apríl 19, 2006

Áfram Kópavogur

Ég veit ekki afhverju það var ekkert um þetta í fréttunum eða sýnt beint á sýn en hér kemur það.

18. apríl 2006
Hörður afgreiddi Víðismenn
HK sigraði Víði úr Garði, 2-1, í deildabikar meistaraflokks karla í Fífunni í kvöld. Það var Hörður Magnússon (yngri) sem sá um að afgreiða Suðurnesjapiltana því hann skoraði bæði mörk HK, á 5. og 60. mínútu. Georg Sigurðsson jafnaði fyrir Víði á 28. mínútu. Hörður Már Magnússon brenndi af vítaspyrnu í leiknum sem var að mestu einstefna að marki Víðismanna.

Minn Fyrsti sigur sem HK-ingur þetta er aðeins sá fyrsti af morgum, HK verður stórveldi í enda sumars.

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Kópavogur Logar

Fyrir þá sem hafa ekki kíkt inn á HK síðunni í dag þá er ekki úr vegi að benda á þetta

17. apríl 2006
Tvær breytingar fyrir Víðisleikinn
HK mætir Víði úr Garði í deildabikar KSÍ í Fífunni á morgun, þriðjudag, kl. 18.15. Gunnar Guðmundsson þjálfari HK tilkynnti í kvöld 18 manna hóp fyrir leikinn. Frá síðasta leik, gegn ÍH, eru tvær breytingar en þeir Guðjón Þór Ólafsson og Ingi Þór Þorsteinsson koma fyrir þá Jón Þorgrím Stefánsson, sem er veikur, og Egil Örn Gunnarsson.


Allir á völlinn, ég er reyndar að vinna til 20 en mundi glaður fara.

mánudagur, apríl 17, 2006

Viva Kópavogur

Allir að mæta á völlinn

Þriðjudaginn 18. apríl 18.15 HK - Víðir, mfl.ka., knatt.
Staðsetning: FífanTími dags : 18.15
Deildabikar meistaraflokks karla, B-deild, 1. riðill.

Býst við að mínir menn taki þetta eða hvað segir fólkið?

Kópavogur Forever

Þá er maður official fluttur inn Kópavogin. Gistum okkar fyrstu nótt í gær og ég svaf bara mjög vel. enþá er verið að vinna í að taka upp úr kössum við eigum svo mikið af fötum að það er ekki grín. Spurning um að leigja sér bás í kolaportinu.

Ég hef líka ákveðið að gerast fanatískur HK aðdáandi og labba um göturnar á leikdögum með HK-trefil íklæddur fínni merkjavöru og öskrandi heróp. Og verður það til nýbreyttni hér á blogginu að fréttir að framgangi HK verða sagðar reglulega. Einnig verður litið á bak við tjöldin og spáð í leikmannakaup og svoleiðis. Ég held að HK eigi eftir að taka deildina og alla bikarana í sumar ekki spurning.

Annars framundan er árshátíð á hótelinu síðasta vetrardag. boðar ekki gott fyrir heilafrumurnar en vonandi vinnur maður eitthvað skemmtilegt.

Jæja ekki meira í bili læt hérna eina frétt af uppáhalds vefnum mínum www.hk.is fylgja með:

17. apríl 2006
Danmerkurferðin var vel heppnuð
Meistaraflokkur karla kom heim frá Danmörku seint á fimmtudagskvöldið eftir að hafa dvalið í æfingabúðum í bænum Vildbjerg á Jótlandi í eina viku. Strákarnir hafa í kjölfarið fengið frí í þrjá daga en mæta aftur á æfingu í Fagralundi í dag og á morgun er leikið gegn Víði úr Garði í deildabikarnum.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

Kópavogur...skrefi á undan

Djöful hlýtur internetið að hafa verið ömulegt í gamla daga allt svarthvítt og í mono....burt frá því séð þá er farið að styttast í afhendingu hjá okkur. fólkið eða the Others eins og ég kýs að kalla þau ætla að þrífa íbúðina á fös, svo fös kvöld eða lau morgun fáum við afhent.
Þá tekur við að mála stofuna og flytja á milli umferða. Þetta er nú ekki mikil búslóð en ég bíst við veseni við að flytja rúmið og sófan vegna stærðar hlutana. Reiknum með að vera flutt inn laugardagskvöld ef ekki pottþétt á sunnudag. Get ekki lýst tilhlökkun minni þá er það bara næsta skref að skella sér í bæjarpólítíkina.
annars bara pleðilega háska
og allir velkomnir í Lyngbrekku 3
Hilmar Hausmeister

laugardagur, apríl 08, 2006

köttur slasast í Kópavogi

Það er fátt betra en að lesa mbl.is þegar manni leiðist. ég komst til dæmis að því í dag að 20m fall getur tekið sinn tíma. samkvæmt þessari frétt um 16:35 Þá er þyrla Landhelgisgæslunnar á leiðinni að Strúti til bjargar vélsleðamanni sem féll um 20 metra þegar hann fór fram af hengju og er áætlaður lendingartími 16.40.

Og svo þarf maður ekki að hafa áhyggjur að drepast úr fuglaflensu samkvæmt þessu.
Bush sagður undirbúa víðtækar sprengjuárásir á Íran
Bandaríski blaðamaðurinn Seymour Hersh segir í grein í tímaritinu The New Yorker, að Bandaríkjastjórn sé að undirbúa víðtæka árás á kjarnorkuver í Íran þar sem meðal annars komi til greina að beita litlum kjarnorkusprengjum, svonefndum byrgjabönum.

Gott að vita að þær verða þó ekki nema litlar. Hver hefur ekki leikið sér með smá kjarnorku af og til.

Þetta voru fréttir klukkan 17:00. Fréttir verða aldrei sagðar aftur