Velkominn í Himmaríki

mánudagur, júlí 31, 2006

Það sem manni dettur í hug!

Ég sagði upp í vinnunni í dag, er því orðin upprennandi fótboltastjarna í atvinnuleit.

Annars er alt gott að frétta við Herdís ætlum að skella okkur norður um versló og fara í Ásbyrgi og tjalda nokkrar nætur eða hanga á Þóroddstað í Kinn.

Farinn að leita að vinnu.

sunnudagur, júlí 30, 2006

Næsta Helgi

Hvað ætlar fólk að gera, hanga heima eða fara eitthvað

laugardagur, júlí 29, 2006

Hvaða helvíti

Ef þetta er það að vera frægur á íslandi, bara ýtt upp að rassi að einhverjum fótboltamanni. Núna er ég virkilega sár. Vona að þetta eigi ekki eftir að eyðileggja frekar fyrir mér framtíðina en ég veit ekki hver þessi maður er og hef aldrei séð hann.


sunnudagur, júlí 23, 2006

Þjórsárdalur 2006

Útihátíðinn þjórsárdalur 2006 var haldinn um helgina með stuttum fyrirvara.
Í dag sunnudag kom svo þvílík bongóblíða að maður er bara eins og humar núna þ.e. rauður.
Til að kæla sig niður skelltum við okkur bara í ánna sandá og fórum í smá flúðasund. Algjör snildar útilega og hér koma nokkrar myndir til að sanna það. Ég og Ingun Lind. Slakað á í ánni.Maður hreinlega óstöðvandi þegar maður er kominn með hattinn

Næsta útilega óákveðin en líklegast um versló og eitthvað norður

Adios amigos

sunnudagur, júlí 16, 2006

lífið heldur áfram

jæja þá er komi tími til þess að láta vita að maður er á lífi og allt gengur vel. Maður er bara alltaf í boltanum eins og við segjum það og vinna þess á milli. Á reyndar frí næstu helgi en hef ekki ákveðið enþá hvað skal gera. Erla og co eru að skipuleggja útilegu uppí bláfjöll, herdís og co uppí Þjórsárdal og svo ætla einhverjir Jakar á strandirnar. Nóg um að velja eða hafna semsagt.
Samt liggur eiginlega mest á að brjóta utan af húsinu okkar lausan múr og laga það svo aftur, einstaklega skemmtilegt verk sem gæti tekið stuttan tíma ef allir hjálpast að. hvernig væri að við mundum öll slá þessu uppí kæruleysi og bara sleppa því að vera fara út á land sem er ógeðslegt og hjálpa Herdís&Himmi Group í að laga húsið, hvað segið þið við því. Maður má sko ekki vera að þessu, alltaf í boltanum sko.
Jæja best að fara slútta þessu leikur á miðvikudaginn
Veriði sæl.

mánudagur, júlí 03, 2006

Afmælisþakkir


Vildi bara þakka öllum (3)sem litu við í afmælisveisluna mína á laugardaginn. Við Herdís erum enn að japla á Bananasúkkulaðikökuni góðu.
Þeir Jakar sem kíktu við eru farnir að þyrsta í gott party svo að það er spurning hvort að einhver fari að slá einu slíku upp. Kannski maður sjálfur bara(Ekki vantar vínið), en þá verða helst fleiri að mæta annars verður því frestað.
Þangað til næst,
Veriði sæl