mánudagur, febrúar 28, 2005
Helgin var frábær
Jæja þá er helgin í Skorradalnum liðinn. Við mættum á svæðið seinnipart föstudagsins og það var geðveikt gott veður. bara chill þann daginn með bjór við arineld. Svo á laugardaginn skelltum við okkur í smá göngu og skoðuðum einhverja fossa inn í Dalnum nálægt Fitjum. Það voru teknar nokkrar myndir og hver veit nema að þær skríði svona inn ein og ein í vikunni. sæl að sinni
Himmi
miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Þá er loksins komið að sumarhúsaferð og gönguhelgi JAKANA. farið verður á fös og komið aftur á sunnudag, fyrir þá sem ekki vita hvað JAKAR er þá bara smellið á linkinn hér til hliðar. Ferðinni er heitið í Skorradal eins og sést á myndinni hérna meðfylgjandi. en myndinn er einmitt tekinn í flugferðinni síðasta föstudag. það er óhætt að segja að mikill spenna er farinn að myndast í manni fyrir fyrstu næstum því útilegu ársins. Ég blogga kannski meira fyrir helgi ef eitthvað merkilegt gerist
Himmi
mánudagur, febrúar 21, 2005
Fólk með Himma
Já Árshátíðinn var fín, góður matur ágætis herbergi og allt tilheyrandi. Mér leið vægast sagt fáránlega að vera gestur á Hótel Kea þar sem þar gistir venjulega aðkomufólk og ferðamenn. Snilld að prufa svona einu sinni að vera ferðamaður. labba í hringi niðrí bæ kíkka á Bautann og svoleiðis. Svo hitti maður Rúnar Júl hann var hress. Jæja nenni ekki að skrifa meira
Himmi
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Going up north
Jæja þá er maður að fara heimsaækja aðeins heimahagana. áætlunin er að fara norður klukkan 14 á fös, eyða smá tíma í að skoða hvað hefur breyst og hvernig stemmingin er á staðnum. Svo er það Læri A la mama og eitthvað chill um kvöldið. Á laugardaginn er svo komið að árshátíð Flugfélags Íslands, þekki bara engan sem vinnur þar nema Herdísi svo það verður ágætt. Gaman að sjá hvernig þetta sunnan pakk sleppi af sér beislinu í öðru bæjarfélagi en þau eru vön. Vonandi verður bara opinn bar hehe.
Svo er bara heimferð eitthvað um kaffileytið á Sunnudaginn og ætli maður hvíli sig ekki bara restina af helginni
Jæja má ekki vera að þessu
bless í bili
miðvikudagur, febrúar 16, 2005
Þá er það ákveðið
Þá er það ákveðið, amk er búið að bóka heimferðina svo að það verður aftur snúið eftir þessa interrail ferð um Evrópu. Ég held líka að þetta sé svona í síðasta skipti sem að maður getur séð Austur-Evrópu áður en McDonalds ríður henni í rassgatið. Hér er stutt áætlun um áfangastaði, auðvitað er ekki allt ákveðið þeas löndin nokkurnvegin ákveðið (ef vegabréfáritanir reddast) en hvar við stoppum ekki alveg komið á hreint
Finnland-Helsinki
Eistland-Tallin,Tartu
Rússland-St.Péturborg
Eistland – Tartu
Lettland –
Litháen
Pólland- Varsjá-Kráká
Úkraína- Lviv
Slóvakía- Bratislava
Ungverjaland- Budapest
Króatía- Zagreb
Slóvenía-
Austurríki – Vín
Tékkland – Prag
Þýskaland – Berlín
Danmörk - Köben
Ísland - Reykjavík,Akureyri
Svo er öllum velkomið að hitta okkur einhverstaðar á leiðinni ef fólk er á svæðinu. já svo vantar okkur gistingu á öllum stöðum svo við þiggjum það líka.
Jæja meira um skipulagningu seinna, bara svona smá til að gera ykkur hin öfundsjúk
mánudagur, febrúar 14, 2005
Helgin afstaðinn
jæja þá er helgin búinn og svosem ágætt ef í heildina er litið. Við fórum í afmæli á laugardaginn hjá Gunnhildi vinkonu Herdísar. vorum bara frekar róleg og komum heim eitthvað um klukkan 4. maður er orðinn svo gamall og nennir þessu ekki lengur. Svo er bara verið að fara norður á föstudaginn á árshátíð flugfélagsins, gistum eina nótt heima og förum svo á hotel kea og gistum þar. Svo hringdi auðvitað Bjögga í mig áðan og bauð mér í afmæli. Þessum afmælum ætlar aldrei að linna. Sorry Bjúgus, gott boð hjá þér bara búinn að skipulegja fyrir löngu.
Annars sit ég bara í tíma og er að fara kynna markaðsverkefni sem við vorum að vinna yfir helgina, maður er bara orðinn forstjóri fyrirtækisins West-Icelander Travel, ekki slæmt amk í einn dag. Ætlum að reyna fá vestur íslendinga í ferðir til íslands og notum slagorð eins og Come see what you are made of og Who do you think you are?
hehe meira svona djók ferðir en á eftir að rokseljast næsta sumar vonandi.
well farinn í frímó
Servus
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Svo lítill tími og mikið að gera
Þessi önn, eða þetta ár er ekki búið að fara rólega af stað. Endalaus afmæli allar helgar og nóg að gera í öllu. planið næstu þrjár helgar er að verða pakkað og lítið má bætast við án þess að maður fari hreinlega yfir um. það er t.d. leikhús á föstudaginn, afmæli á laugardaginn. næstu helgi förum við norður á Árshátíð flugfélagsins vonandi einhver afslöppun þar, svo helgina eftir það sumarbústaðaferð Jaka með tilheyrandi gleðskap.
Og talandi um sumarið, Ferðalög, ættarmót, afmælið mitt og fleiri ferðalög.
Svo verður maður að fara leyta sér að vinnu en hver vill ráða mann í vinnu ef maður hefur ekki tíma til að mæta í vinnunna. Ég verð að fara sækja um styrk úr ríkissjóði eða eitthvað.
jæja Vona að þið eigið ´góða helgi, hver veit nema að maður hendi inn einhverjum myndum eftir helgi.
Servus
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
A Hitch-hiker´s guide to the travel
Það er um að gera að vera með allt á hreinu áður en lagt er á stað í ferðalag. Þess vegna æfi ég mig oft heima áður en ég legg af stað í hann. Þessi mynd er tekinn af mér þar sem ég var búinn að vera á rölti um íbúðina í heilan dag. Svo var horft á Amazing Race og eldað á primus. Svo er bara að fara skríða inn í tjald og fara að sofa. Ef það er eitthvað sem maður lærir í Ferðamálafræði og landfræði þá er það að ferðast. En munið börnin góð, Æfingin skapar meistarann.
Nei þetta er meira svona til að kynna hið mikla ferðasumar sem er framundan. Stefni allavega til Eistlands í 10daga og svo eitthvað meira road-trip um Europe east-side. Meira um það seinna nenni ekki að vera með of miklar yfirlýsingar ef þær standast svo ekki.
Verið sæl að sinni
Himmi