Velkominn í Himmaríki

mánudagur, desember 26, 2005

Síðbúin jólakveðja

Gleðileg jól, ég held að ömurlegasta veður í manna minnum hafi verið í gær jóladag. Núna er maður bara kominn í vinnuna og alvaran tekin við. Þið hin eigið gott jólafrí það sem er eftir af því

þriðjudagur, desember 20, 2005

Það heitasta í dag

En eitt æðið flæðir yfir internetið, í þetta skiptið nokkuð skemmtilegt
it goes a litle something like this!

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig á.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ef þú setur nafnið þitt í kommentakerfið ertu skuldbundin/n að setja hann á síðuna þína.

Ok ég ætla ekki að standa í þessu yfir öll jólinn en kannski svona fimm daga frá deginum í dag, fyrstur kemur fyrstur fær.

laugardagur, desember 17, 2005

Nei við Jólalögum

Jæja þá er nú heldur betur farið að styttast í jólinn og ég held að ég hafi ekki umburðarlyndi lengur fyrir sumum íslenskum jólalögum. Helga Möller, Svala björgvins og land og synir hafa hér með fengið sína fyrstu viðvörun. Ég geri mér grein fyrir því að þau eru ekki að syngja þessi lög beint í útvarpið heldur sjá þáttarstjórnendur um að setja lögin á fónin. En afhverju ekki að ráðast að rótum vandans. Kannski erfitt að finna einhvern sökudólg, útvörp ganga jú flest fyrir rafmagni, kannski væri ráð að taka rafmagnið af borgin fram að jólum bara.
Ég þori að veðja að ef ekki væri fyrir stefgjöld mundu ekki allar hljómsveitir eða listamenn vera búinn að gefa út jólalög. það er örugglega feitur bónus fyrir alla tónlistarmenn um jólinn að fá þessi stefgjöld fyrir desember. það er nefnilega málið hversu lélegt sem lagið er bara ef það heitir jólalag þá er það spilað.
jæja ætla að fara vinna eitthvað
kveðja
Himmi Jólabarn

sunnudagur, desember 11, 2005

Puncture Repair Kit eða Explosion Repair kit


Mikið er hlegið að okkur norðan fólki þegar það púnkterar á bílnum okkar eða reiðhjólum. Mér finnst bara asnalegt að segja að það hafi sprungið á hjólinum mínu eða dekkið á bílnum sprakk hjá mér. Við Norðlendingar erum þá í betur stakk búinn þegar við þurfum að útskýra á ensku hvað hafi komið fyrir. Greyið þið sem segið sprakk, Yes hehe my tire exploded so i need help. eða I had an explosion on my bicycle.
Þar hafið þið það bara smá sunnudags ruglingur.

Eitt en fyrst að við erum byrjuð það er ekki rétt að tala um hurðar og höldur. Það má reyndar segja hurðar en fallegra að segja hurðir. Höldur er hins vegar fáránlegt og þýðir Landeigandi eða eigandi eins og bílaleigan Höldur. semsagt höld eða bara handföng.
jæja servus

föstudagur, desember 09, 2005

Föstudagssumbl


Án efa föstudagur í mann enda væri allt annað óeðlilegt. Ætla að taka helgina bara rólega kannski fá sér öl eða tvö í kvöld, laufabrauð og tilraun til jólamyndatöku á morgun og svo bara læra kannski eitthvað og ljúka við jólagjafakaup.
kannski maður birti bara myndir við tilefni
Hér er ein módelmynd af herdísi og mér sem birtistí Eistneska hagkaupslistanum þar sem við stöndum á horni gatnana Pikk og Tolli

Önnur myndinn er svo af okkur fyrir pólska Hús og ´híbýli eða dobri zi hibinsky, innlit í saltnámurnar við Krakáw takið eftir herdís er í sömu fötunum

Að lokum hér svo eins sem lýsir vel hinum miklu þægindum sem lestarferðalög hafa upp á að bjóða. myndin tekinn fyrir ungverska lestarfélagið Hu-train í lest milli krakow og Budapest. Takið eftir peysunni sem herdís hvílir hausinn á.

Eigið góða helgi og góða nótt

sunnudagur, desember 04, 2005

Ég kemst í hátíðarskap, þó úti séu sól og krap

Jólinn alveg að hrynja yfir mann og ég er ekki frá því að maður sé bara nokkuð farinn að hlakka til. Það er gott að vera í vaktarvinnu þá fær maður alltaf frí frá jólalögunum svona á 2-3daga fresti. Annars er verið að kveikja á jólatréinu á Austurvelli hérna fyrir utan, fullt af fólki og börnum á Uppsölum og það ríkir sannkölluð jólagleði í húsinu. það verður erfitt að útskýra fyrir gestunum að setja skónna útí glugga bráðum úff.
jæja frí á morgun og svo næsta helgi frí.
Veriði sæl

fimmtudagur, desember 01, 2005

Fleiri myndir frá sumrinu

Í tilefni að St.Petersburg var í þættinum borgin mín á S1 í gær ætla ég að koma með nokkrar myndir frá heimsókn okkar þangað í sumar sem var ævintýri líkust. Á myndinni hér til hliðar eru Halldór og Valgerður að reyna að koma sér vel fyrir á gistiheimilinu okkar All Seasons ekki four seasons heldur sko allar árstíðirnar. skemmtilegt gistiheimili í úthverfi st.petersborgar þar sem vaknað var með nálardofa vegna harðra dýna og í vímu vegna málningarframkvæmda á ganginum.Hér má svo sjá veitingastaðinn sem við snæddum morgunmat/hádegismat í þrjá daga, skemmtilegt hvernig þetta minnir á hinn vestrænu veitingastað McDonalds. Reyndar sami staðurinn en þeir hafa snarað nafninu yfir á sitt móðurmál.
Hér að lokum er svo ein mynd af ookur skötuhjúum tekinn á góðri stund í Dýragarðinum í Pétursborg. Þarna erum við að fara í útreiðartúr og ég held á gulum fána sem ég fékk gefins. Eftir ísbjarnareiðtúrinn fengum við okkur ís.