Síðbúin jólakveðja
Gleðileg jól, ég held að ömurlegasta veður í manna minnum hafi verið í gær jóladag. Núna er maður bara kominn í vinnuna og alvaran tekin við. Þið hin eigið gott jólafrí það sem er eftir af því
Velkominn í Himmaríki
Gleðileg jól, ég held að ömurlegasta veður í manna minnum hafi verið í gær jóladag. Núna er maður bara kominn í vinnuna og alvaran tekin við. Þið hin eigið gott jólafrí það sem er eftir af því
En eitt æðið flæðir yfir internetið, í þetta skiptið nokkuð skemmtilegt
Jæja þá er nú heldur betur farið að styttast í jólinn og ég held að ég hafi ekki umburðarlyndi lengur fyrir sumum íslenskum jólalögum. Helga Möller, Svala björgvins og land og synir hafa hér með fengið sína fyrstu viðvörun. Ég geri mér grein fyrir því að þau eru ekki að syngja þessi lög beint í útvarpið heldur sjá þáttarstjórnendur um að setja lögin á fónin. En afhverju ekki að ráðast að rótum vandans. Kannski erfitt að finna einhvern sökudólg, útvörp ganga jú flest fyrir rafmagni, kannski væri ráð að taka rafmagnið af borgin fram að jólum bara.
Að lokum hér svo eins sem lýsir vel hinum miklu þægindum sem lestarferðalög hafa upp á að bjóða. myndin tekinn fyrir ungverska lestarfélagið Hu-train í lest milli krakow og Budapest. Takið eftir peysunni sem herdís hvílir hausinn á.
Eigið góða helgi og góða nótt
Jólinn alveg að hrynja yfir mann og ég er ekki frá því að maður sé bara nokkuð farinn að hlakka til. Það er gott að vera í vaktarvinnu þá fær maður alltaf frí frá jólalögunum svona á 2-3daga fresti. Annars er verið að kveikja á jólatréinu á Austurvelli hérna fyrir utan, fullt af fólki og börnum á Uppsölum og það ríkir sannkölluð jólagleði í húsinu. það verður erfitt að útskýra fyrir gestunum að setja skónna útí glugga bráðum úff.
Í tilefni að St.Petersburg var í þættinum borgin mín á S1 í gær ætla ég að koma með nokkrar myndir frá heimsókn okkar þangað í sumar sem var ævintýri líkust. Á myndinni hér til hliðar eru Halldór og Valgerður að reyna að koma sér vel fyrir á gistiheimilinu okkar All Seasons ekki four seasons heldur sko allar árstíðirnar. skemmtilegt gistiheimili í úthverfi st.petersborgar þar sem vaknað var með nálardofa vegna harðra dýna og í vímu vegna málningarframkvæmda á ganginum.